Miðvikudaginn 5. október er alþjóðlegi „Göngum í skólann“ dagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Um leið lýkur formlega verkefninu Göngum í skólann hér á landi.
Grunnskólinn í Borgarnesi er þátttakandi í verkefninu en megin markmið þess er að hvetja nemendur til þess að ganga eða hjóla í og úr skóla. Um leið eykst færni þeirra í umferðinni og þau fræðast um ávinning reglulegrar hreyfingar. Nemendur skólans luku verkefninu með norræna skólahlaupinu og sjá mátti hressa krakka á hlaupum um Borgarnes í morgun. Allir bekkir tóku þátt og gengu eða hlupu 2,5 km. mynd_jh