Líkt og undanfarin ár stendur sveitarfélagið fyrir hreinsunarátaki í dreifbýli í tvær vikur, frá 1.- 15. júní.
Settir verða gámar fyrir timburúrgang annars vegar og málmúrgang hins vegar við eftirtalda staði:
Bæjarsveit, Grímsstaði, Högnastaði, Brúarás, Lindartungu, Lyngbrekku, Hvanneyri, Kleppjárnsreyki, Síðumúla og Brautartungu.
Vinsamlegast athugið að ekki er ætlast til að gámarnir séu notaðir fyrir aðra úrgangsflokka.
Þegar gámar fyllast væri gott ef haft væri samband við Einar hjá Íslenska gámafélaginu, í síma 840-5780.
Umhverfis-og skipulagssvið Borgarbyggðar