Hluthafafundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf.

júlí 13, 2006
Hluthafafundur Menntaskóla Borgarfjarðar ehf. var haldinn í félagsmiðstöðinni Óðali þriðjudaginn 11. júlí
Á fundinum kynntu Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason frá teiknistofunni Kurt og pí, teikningar af fyrirhuguðu skólahúsi sem rísa mun á Borgarbraut 54 í Borgarnesi.
 
Á fundinum kom fram að fráfarandi stjórn hafi lagt til að ekki verði ráðinn skólameistara strax heldur verði ráðinn verkefnisstjóri í skamman tíma til að undirbúa stofnun skólans og hefur verið rætt við Ársæl Guðmundsson að taka það starf að sér.
Ný stjórn var kosin til eins árs en hana skipa:
Torfi Jóhannesson
Bergur Þorgeirsson
Magnús Árni Magnússon
Sigurður Már Einarsson
Guðrún Kristjánsdóttir
 
Fram kom að hlutafjárloforð nema nú rúmlega 77 milljónum króna.
 

Share: