Hjárein/þrenging við gatnamót Kveldúlfsgötu og Borgarbrautar

ágúst 25, 2016
Featured image for “Hjárein/þrenging við gatnamót Kveldúlfsgötu og Borgarbrautar”

Vegna vinnu við lagnatengingar verður að beina umferð á Borgarbraut eftir hjárein/ þrengingu við gatnamót Kveldúlfsgötu og Borgarbrautar, sjá nánar teikningu.

Tengja þarf dælulögn fráveitu sem færa þarf vegna Borgarbrautar 57 og síðan heitt og kalt vatn sem þarf að ná í yfir fyrir miðja Borgarbraut.

Reikna má með að þessi þrenging þurfi að standa eitthvað fram í næstu viku.

Borgarbr-þrenging-hjárein


Share: