Hjálpaðu barninu þínu að hætta áður en það byrjar!

desember 3, 2002
 
Fræðsla á vegum lögreglunnar, félagsþjónustunnar, grunnskólanna og Vímuvarnarnefndar í Borgarbyggð og Marita á Íslandi.
 
Fundur fyrir foreldra og kennara barna í 8.- 10. bekkjum grunnskólanna í Borgarbyggð í félagsmiðstöðinni Óðali, þriðjudaginn 3. desember klukkan 20:00, í kjölfar sýningar íslensku myndarinnar „Hættu áður en þú byrjar“.
 
Á fundinn koma Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi sem jafnframt er fyrrverandi fíkniefnaneytandi, Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri Borgarbyggðar og Theodór Kr Þórðarson lögregluvarðstjóri.
 
„Við viljum ræða við ykkur, þið verðið að ræða við börnin ykkar.“
 
Þessi fundur er styrktur af Borgarfjarðardeild Rauða Krossins.

Share: