Heimsóttu Votlendissetrið

nóvember 17, 2014
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Í síðustu viku komu 27 nemendur Hvanneyrardeildar Grunnskóla Borgarfjarðar í heimsókn í Votlendissetur LbhÍ við Vatnshamravatn. Markmið heimsóknarinnar var að fræðast um starfsemi setursins, en jafnframt að fá fræðslu um þá fugla sem sjást á vatninu. Nemendurnir sýndu sérstakan áhuga nokkrum uppstoppuðum fuglum sem hægt var að skoða í návígi. Unnið var verkefni þar sem nemendur áttu að þekja myndir af fuglum, auk þess að velta fyrir sér lífsháttum og fóðrun fugla. Votlendissetrið þakkar fyrir heimsókn þessara hressu nemenda.
 

Share: