Heimsókn sendiherra Póllands

júní 20, 2019
Featured image for “Heimsókn sendiherra Póllands”

Sendiherra Póllands Gerard Pokruszynski, kom í heimsókn í Ráðhús Borgarbyggðar föstudaginn 14. Júní sl. Það er um eitt og hálft ár síðan Pólland opnaði formlega sendiráð á Íslandi. Ástæða þess var mikil fjölgun pólskra ríkisborgara sem eru búsettir á Íslandi en nú lifa og starfa um 20.000 pólverjar á Íslandi. Pólski sendiherrann hefur lagt sig eftir að kynnast landinu og því umhverfi sem landar hans búa við. Hann hefur lagt sérstaka áherslu á gagnsemi þess að efla kennslu á pólska móðurmálinu í grunnskólum þar sem það er mögulegt. Það var ánægjulegt að fá sendiherrann í heimsókn og kynnast upplifun hans af því að búa og starfa á Íslandi. Á myninni eru ,ásamt sendiherranum, þau Anna Magnea Hreinsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Gunnlaugur A Júlíusson sveitarstjóri.


Share: