Heilsuvika í Borgarbyggð

október 8, 2012
Tómstundanefnd Borgarbyggðar og Ungmennasamband Borgarfjarðar standa fyrir heilsuviku í Borgarbyggð í þessari viku. Kveikjan að því var sam-evrópskt átak sem kallast move-week og er haldið um alla Evrópu vikuna 1. – 7. október. Fjölmargir aðilar taka þátt í heilsuvikunni og má sjá dagskrá hennar með því að smella hér.
Þema heilsuvikunnar er heilsa og hreyfing og er ætlunin að með henni sé vakinn áhugi íbúa á flestu því sem í boði er í sveitarfélaginu.
Vonast er til að sem flestir taki þátt í heilsuvikunni og það væri tilvalið fyrir fólk að draga úr notkun bíla og ganga eða hjóla eftir því sem við verður komið.
Íbúar er hvattir til að kynna sér dagskrá heilsuvikunnar og notfæra sér þau mörgu tilboð og kynningar sem þar er að finna.
 
 

Share: