Heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð hefur ákveðið að styrkja börn og ungmenni um heilsukort sem gildir út árið 2025. Heilsukortið veitir aðgang að sundlaugum sveitarfélagsins og börn í 7.bekk -18 ára fá frítt í sund og þreksalinn.
Þessa vikuna eru Sigga Dóra, íþrótta og tómstundafulltrúi og Íris Grönfeldt, íþróttafræðingur að fara í heimsókn í grunnskólana og afhenda börnum Heilsukortið og ræða um mikilvægi þess að stunda reglubundna hreyfingu (foreldrar fá svo tölvupóst með nánari upplýsingum)
Ungmenni 16.-18. ára með lögheimili í sveitarfélaginu geta nálgast sín heilsukort í þjónustuveri Borgarbyggðar að Digranesgötu 2 og á skrifstofu ritara í Menntaskóla Borgarfjarðar.
Þegar þið hafið fengið kortin í hendurnar, skrifið þið á þau nafn og kennitölu og farið með í afgreiðslu íþróttahússins. Afhendið þau þar og starfsmenn setja ykkur í rafræna kerfið.
Öllum stendur til boða að nýta sér leiðsögn í þreksalnum sér að kostnaðarlausu.
Heilsukortið gildir út árið 2025.
Vonum að ungmenni Borgarbyggðar taki vel í þennan stuðning og verði dugleg að mæta í sund og ræktina.