Heilsu- og menningarstyrkur fyrir öryrkja og eldri borgara í Borgarbyggð

maí 18, 2020
Featured image for “Heilsu- og menningarstyrkur fyrir öryrkja og eldri borgara í Borgarbyggð”

Borgarbyggð styrkir frístunda- og menningariðkun öryrkja og eldri borgara með framlagi í formi árskorta í íþróttamannvirki Borgarbyggðar og í Safnahúsið. Markmið framlagsins er að hvetja öryrkja og eldri borgara til að taka þátt í menningarlífi Borgarbyggðar og í heilsueflandi athöfnum.

Hægt er að nýta heilsu- og menningarstyrkinn í:

  • Árskort í sund og líkamsrækt í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar
  • Aðgang að sýningum í Safnahúsi Borgarfjarðar

Árskort í sund og líkamsrækt eru aðgengileg í íþróttamiðstöðvum Borgarbyggðar. Aðgangur að Safnahúsi er ókeypis fyrir öryrkja og eldri borgara gegn framvísun skilríkja.

Reglurnar gilda frá 1. júní 2020.

 

 


Share: