Haustmarkaður verður haldinn í Grunnskóla Borgarfjarðar á Kleppjárnsreykjum fimmtudaginn 17. október frá kl. 15.05 – 18.00.
Á þessum nýstárlega markaði verða margskonar vörur til sölu, fatnaður og skór. Margt verður til skemmtunar, listsýningar, upplestur á örsögum og ljóðum. Flutt verður tónlist og fólki boðið að kynna sér aðstæður flóttamanna í flóttamannatjaldi sem nemendur hafa komið fyrir á svæðinu. Nemendur 10. bekkjar verða með opið kaffihús en þau safna fyrir útskriftarferð í vor. Annar ágóði rennur í sjóð nemenda og til góðgerðamála.
Allir eru hjartanlega velkomnir.