Gróðursetning við þjóðveg 1 í norður frá Borgarnesi er hafin. Í þessum áfanga verða settar niður 100 aspir af klóninum Sölku. Þetta eru tæplega tveggja metra hnausplöntur.
Plönturnar koma frá garðyrkjustöðinni Kleppjárn á Kleppjárnsreykjum. Það er Sigurður Freyr Guðbrandsson frá Kleppjárni sem annast gróðursetninguna ásamt tveimur starfmönnum sínum.
Myndir: Björg Gunnarsdóttir