Hátíðarmessa í Norðtungukirkju

desember 5, 2013
Nú í desember eru liðin sextíu ár frá vígslu Norðtungukirkju í Þverárhlíð en Norðtunga hefur verið kirkjustaður um aldir.
Af þessu tilefni verður hátíðarmessa í Norðtungukirkju næstkomandi sunnudag, 8. desember. Sr. Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup í Skálholti mun prédika og sr. Elínborg Sturludóttir sóknarprestur í Stafholti þjónar fyrir altari.
Að messu lokinni verður boðið til kaffisamsætis. Öllum velunnurum kirkjunnar er boðið að koma til messunnar.
 

Share: