Hátíðardagskrá á 17. júní

júní 16, 2014
Þjóðhátíðardegi Íslendinga verður fagnað víða í sveitarfélaginu
Á Hvanneyri stendur Ungmennafélagið Íslendingur fyrir dagskrá og þjóðhátíðargrilli. Hver og einn sér um að grilla fyrir sig. Grill á staðnum. Lagt verður af stað frá Sverrisvelli að Skjólbeltum kl. 11.00.
Í Lindartungu verða Ungmennafélagið Eldborg og Kvenfélagið Björk með leiki og veitingar kl. 14.00.
Í Brautartungu sér Ungmennafélagið Dagrenning um dagskrá sem hefst kl. 14.00.
Í Reykholtsdal stendur Ungmennafélag Reykdæla fyrir hátíðardagskrá og hangikjötsveislu í Logalandi kl. 13.00. Messa í Reykholtskirkju kl. 11.00. Prestur sr. Geir Waage.
Nánari dagskrá auglýst á viðkomandi stöðum.
 
Hátíðardagskrá á vegum Borgarbyggðar fer fram
í Hjálmakletti í Borgarnesi
Dagskrá:
Kl. 09.00 – 12.00. Sundlaugin opin
Sundlaugin Borgarnesi opin fyrir almenning. Heitt kaffi á laugarbakkanum.
Kl. 10.00. 17. júní hlaup á Skallagrímsvelli
Fjölmennum í skokkið og förum í leiki með börnunum.
Kl. 12.00. Andlitsmálun í Óðali
Krakkarnir í vinnuskólanum taka á móti hressum krökkum í Óðali og málar fána á andlit.
Kl. 13.00 – 17.00. Sýningarnar í Safnahúsi – Ævintýri fuglanna, Börn í 100 ár og Landið sem þér er gefið – sýning um Guðmund Böðvarsson skáld á Kirkjubóli. Aðgangseyrir kr. 900.
Kl. 13.15. Guðsþjónusta í Borgarneskirkju
Prestur séra Þorbjörn Hlynur Árnason. Kór Borgarneskirkju
syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur organista.
Kl. 13.55. Skrúðganga frá Óðali
Skátar og götuleikhús vinnuskólans leiða skrúðgöngu frá Óðali í Hjálmaklett. Krakkar komið með fána og veifur ef þið eigið!
Kl. 14.00. Hátíðardagskrá í Hjálmakletti
Hátíðarávarp – Guðlaugur Þór Þórðarson
Ávarp fjallkonu – Hver skyldi vera fjallkonan í ár?
Sumarfjör Tómstundaskólans – Krakkarnir sem taka þátt í sumarstarfi Sumarfjörs syngja nokkur lög
Leikritið Litla ljót – Þriðji bekkur Grunnskóla Borgarness flytur atriði úr leikritinu Litlu Ljót
Ari Eldjárn – Ari Eldjárn mætir á svæðið og fer með gamanmál
Tónlistaratriði úr héraði – Tónlist úr öllum áttum fyrir fólk á öllum aldri
Kl. 14.00. Golfklúbbur Borgarness
Golfklúbbur Borgarness verður við Hjálmaklett með kynningu á starfi sínu ef veður leyfir.
Kl. 16.00. Samgöngusafnið í Brákarey
Fornbílafélag Borgarfjarðar og Bifhjólafjelag Borgarfjarðar ætla að bjóða gestum og gangandi á rúntinn.
Samgöngusafnið verður opið.
 
Kynnir hátíðarinnar verður körfuboltasnillingurinn Finnur Jónsson
 
Kaffisala á vegum Kvenfélags Borgarness – ágóði rennur til líknarmála.
 
Áður hefur verið auglýst að dagskráin fari fram í Skallagrímsgarði en vegna ótryggs veðurútlits og mikillar bleytu í garðinumi hefur verið ákveðið dagskráin fari fram í mennta- og menningarhúsinu Hjálmakletti. Dagskrárliðir verða eins að öðru leiti.
 

Share: