Frá Háskóla unga fólksins |
Háskóli Íslands tekur á sig ferskan blæ dagana 8.-12. júní 2009 þegar hann breytist í Háskóla unga fólksins. Þá gefst börnum og unglingum, fæddum 93-97, kostur á því að sækja skólann heim og fá innsýn í vísinda og fræðasamfélagið. Allir sem fæddir eru á þessu árabili geta skráð sig í skólann. Í boði verða mörg stutt en hnitmiðuð námskeið úr öllum fræðasviðum Háskóla Íslands. Einnig verður boðið upp á þemadag. Kennarar við Háskóla unga fólksins eru þaulvanir Háskólakennarar sem og meistara- og doktorsnemar.
Gert er ráð fyrir um 300 nemendum og er þeim skipt í tvo hópa; f: 1993-95 og 1996-97. Hver nemandi velur sex námskeið og einn þemadag og setur þannig saman sína eigin stundatöflu. Á síðasta degi Háskóla unga fólksins er haldin brautskráningarhátíð.
Skráning nemenda í Háskóla unga fólksins hófst 4. maí og stendur til 29. maí. Hægt er að skrá sig á vef skólans. Nánari upplýsingar veitir Ása Kristín Einarsdóttir verkefnisstjóri Háskóla unga fólksins, netf. ung@hi.is
. Skráningargjald er 15 þúsund krónur og innifalið í því eru námskeið, kennslugögn og hádegisverður alla skóladagana.
(vefur háskólans)