Hallbera Eiríksdóttir Íþróttamaður Borgarbyggðar 2004

janúar 28, 2005
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Hallbera Eiríksdóttir frjálsíþróttakona var í gær útnefnd Íþróttamaður Borgarbyggðar fyrir árið 2004 við hátíðlega athöfn í Íþróttamiðstöðinni Borgarnesi.
Alls bárust níu tilnefningar frá félögum og deildum til kjörsins.
 
 
Knattspyrnumaður ársins: Bjarni H. Kristmarsson.
Sundmaður ársins: Siguður Þórarinsson.
Körfuknattleiksmaður ársins: Pálmi Þór Sævarsson.
Badmintonmaður ársins: Trausti Eiríksson.
Golfari ársins: Trausti Eiríksson.
Hestamannafélagið Faxi tilnefndi Úrsúlu Hönnu Karlsdóttur og Hestamannafélagið Skuggi tilnefndi Martein Valdimarsson og valdi tómstundanefnd Martein sem hestamann ársins.
Frjálsíþróttadeild Stafholtstungna tilnefndi Bergþór Jóhannesson og Frjálsíþróttadeild Skallagríms tilnefndi Hallberu Eiríksdóttur og valdi tómstundanefnd Hallberu sem frjálsíþróttamann ársins.
 
Af þessum tilnefningum deilda og félaga útnefndi svo tómstundanefndin Hallberu Eiríksdóttir Íþróttamann ársins en nefndin hefur veg og vanda af athöfn þessari sem á að vera hvati til íþróttafólksins að æfa og ná árangri.
 
Íþróttafólk til hamingju með árangurinn.
ij.
 

Share: