Hákarl og hvalur í heita pottinum í Borgarnesi

janúar 26, 2018
Featured image for “Hákarl og hvalur í heita pottinum í Borgarnesi”

Það er engin krafa um spariklæðnað eða fínar hárgreiðslur á þorrablóti pottverjanna í Borgarnesi. „Þetta bara byrjaði í pottinum. Við erum semsagt upphafsmenn þorrablótsins í Borgarnesi,“ segir Kristín Erla Guðmundsdóttir, íbúi í Borgarnesi og fastagestur í sundlauginni en pottverjarnir hafa haldið þorrablót í sundlauginni í yfir 30 ár. Krakkarnir létu sig hverfa þegar þau fréttu af hákarli í lauginni, segir fastagestur sundlaugarinnar í Borgarnesi. Sviðasulta, hrútspungar, hákarl, rófustappa, harðfiskur og hvalur er meðal þess sem mátti gæða sér á í heita pottinum. Frétt um þorrablótið má nálgast á vef RUV. http://www.ruv.is/frett/hakarl-og-hvalur-i-heita-pottinum-i-borgarnesi  


Share: