Hafþór Ingi Gunnarsson kjörinn íþróttamaður Borgarbyggðar 2007

febrúar 15, 2008

Tilkynnt var um kjör á íþróttamanni Borgarbyggðar fyrir árið 2007 eftir leik Skallagríms og Grindarvíkur í gærkvöldi í íþróttahúsinu í Borgarnesi. Það var Hafþór Ingi Gunnarsson körfuknattleiksmaður sem hlaut titilinn að þessu sinni. Tilnefningar til kjörs íþróttamanns Borgarbyggðar hlutu auk Hafþórs þau Guðmundur Margeir Skúlason, Heiðar Árni Baldursson, Bjarki Þór Gunnarsson, Arnar Hrafn Snorrason, Jón Ingi Sigurðsson, Rósa Marinósdóttir, Ísfold Grétarsdóttir, Davíð Ásgeirsson, Björk Lárusdóttir, Einar Þorvaldur Eyjólfsson og Bjarki Pétursson.

Fleiri viðurkenningar voru veittar við þetta tækifæri.
Eftirtaldir hlutu viðurkenningar:
-Þórkatla Dagný Þórarinsdóttir hlaut viðurkenningu úr minningarsjóði Auðuns Hlíðkvists Kristmarssonar sem efnilegasti íþróttamaðurinn af yngri kynslóðinni.
-Guðmundur Sigurðsson stjórnarmaður UMSB til margra ára hlaut viðurkenningu Tómstundanefndar Borgarbyggðar fyrir öflugt og óeigingjarnt starf að íþrótta- og æskulýðsmálum í héraðinu.
-Guðmundur Ingi Einarsson fékk sérstaka viðurkenningu Tómstundanefndar Borgarbyggðar fyrir frábæran árangur á Special Olympic leikunum í Kína á síðasta ári.
Einnig veitti aðalstjórn Umf. Skallagríms viðurkenningar við sama tækifæri
-Sunddeild Skallagríms fékk viðurkenningu fyrir öflugt starf á árinu.
-LIT ehs. lögmannsstofa – fasteignasala hlaut viðurkenningu fyrir góðan stuðning frá fyrirtæki við félagið á liðnum árum.
Myndin er af Hafþóri Inga Gunnarssyni, íþróttamanni Borgarbyggðar ásamt þeim sem hlutu tilnefningar eða tóku á móti þeim fyrir þeirra hönd. Einnig eru á myndinni þeir sem fengu aðrar viðurkenningar sem veittar voru við þetta tækifæri, eins og fyrir landsliðssæti og fleira sem hér hefur komið fram.
 
Myndina tók Sigríður Leifsdóttir.

Share: