Í liðinni viku var unnið við hækkun grindverks við þann hluta sparkvallarins, á lóð Grunnskóla Borgarness, sem er ofan við mörkin sem snúa að Gunnlaugsgötu.  Þetta var gert vegna ónæðis sem íbúar, við götuna, urðu fyrir þegar boltar frá vellinum geiguðu framhjá mörkunum í ærslafullum knattleik.
Verkið var unnið af HS-verktaki og Nýverki í Borgarnesi.  Efnið í grindverkið kom frá Barnasmiðjunni í Reykjavík.
Vonast er til að þessi aðgerð muni dragi til muna úr geigskotum framhjá mörkunum og út á Gunnlaugsgötuna.
Ljósmyndir:  Jökull Helgason verkefnisstjóri framkvæmdasviðs