Gunnhildur Lind Hansdóttir Listamanneskja Borgarbyggðar 2023

júlí 14, 2023
Featured image for “Gunnhildur Lind Hansdóttir Listamanneskja Borgarbyggðar 2023”

Þann 17. júní sl. tilkynnti sveitarfélagið í fyrsta skipti vali á Listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2023.  Að þessu sinni var það Gunnhildur Lind Hansdóttir sem hlaut nafnbótina.

Gunnhildur Lind er Borgnesingur í húð og hár og er ljósmyndari. Árið 2018 útskrifaðist Gunnhildur af ljósmyndabraut frá Tækniskólanum og hefur unnið sem sjálfstætt starfandi ljósmyndari síðan. Verk Gunnhildar eru vel kunnug en hún hefur í gegnum árin fangað skemmtileg og falleg augnablik í Borgarbyggð. Má þar helst nefna stóra viðburði á leikjum Skallagríms, kveðjustundir og svo hefur Gunnhildur einstakt lag á að fanga náttúru sveitarfélagsins í allri sinni dýrð.

Verk Gunnhildar eru mikilvæg í skrásetningu sögu sveitarfélagsins, jákvæðni hennar og útgeislun smitar út frá sér í myndatökum og á hennar miðlum. Borgarbyggð hvetur alla til að fylgja Gunnhildi á samfélagsmiðlum þar sem hún deilir reglulega verkum sínum og skemmtilegum fróðleiksmolum um sveitarfélagið.

Gunnhildur tekur að sér fjölskyldu- og brúðkaupsljósmyndun ásamt því að þjónusta fyrirtæki með markaðsmyndum og myndum af starfsfólki. Netfangið hennar er gunnhildurlind@gmail.com

Borgarbyggð óskar Gunnhildi innilega til hamingju með nafnbótina.

 

 

 

Ljósmynd: Gunnhildur Lind Hansdóttir


Share: