Grunnskólinn í Borgarnesi auglýsir eftir skautum

febrúar 16, 2009
 
Frá umhverfisnefnd grunnskólans í Borgarnesi:

Átt þú skauta sem enginn notar lengur? Í grunnskólanum í Borgarnesi er fyrirhugað að gera það að árvissum atburði nemenda nokkurra árganga, að fara á skauta. Til að svo megi verða þarf skólinn að eignast nokkur skautapör til að lána þeim sem ekki eiga skauta. Þeir sem luma á skautum í geymslunni hjá sér og vilja leggja skólanum lið og gefa skauta, eru vinsamlegast beðnir að koma þeim til ritara skólans á skólatíma.
 
 

Share: