Grunnskólinn í Borgarnesi leitar að grunnskólakennurum frá upphafi næsta skólaárs til að koma til liðs við öflugan starfamannahóp sem fyrir er.
M.a. er leitað eftir sérkennara sem, auk þess að kenna, tæki að sér umsjón með skipulagningu sérkennslu í skólanum (verkefnastjóri). Síðan er auglýst eftir heimilisfræðikennara og textílmenntarkennara. Þar fyrir utan kann okkur að vanta kennara í almenna bekkjarkennslu. Menntun sem nýtist í starfi er áskilin.
Ef einhver þessara starfa kanna að vekja áhuga sem og hinn fagri Borgarfjörður þá endilega hafa samband við skólastjóra og kanna málið frekar. Síminn er 437-1229/Gsm 898-4569 og netfangið er kristgis@grunnborg.is Á heimasíðu skólans www.grunnborg.is og heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is er ennfremur að finna ýmsar upplýsingar sem að gagni geta komið.
Umsóknarfrestur um þessi störf er til 12. apríl n.k.
Skólastjóri