Greiðsluseðlar í Borgarbyggð

janúar 4, 2011
Borgarnes_gj
Allir þekkja þann mikla fjölda greiðsluseðla sem berast inn á heimili.
Þeir sem vilja losna við að fá greiðsluseðla frá Borgarbyggð, t.d. fyrir leikskólagjöldum eða mötuneytisgjöldum, geta haft samband við afgreiðslu Borgarbyggðar og óskað eftir að fá ekki senda greiðsluseðla fyrir viðkomandi gjöldum. Þetta þýðir þó ekki að viðkomandi losni við að greiða reikninginn, heldur birtast greiðsluupplýsingar hans eingöngu í heimabanka.
 

Share: