Grænfáninn afhentur í fjórða sinn

maí 29, 2008
Grænfáninn var afhentur Grunnskóla Borgarfjarðar á Hvanneyri í fjórða sinn við hátíðlega athöfn í dag, 29. maí. Skólinn var einn þriggja fyrstu skóla landsins til að hljóta Grænfánann á sínum tíma, árið 2002. Við athöfnina í dag flutti Guðlaugur Óskarsson skólastjóri ræðu og nemendurnir sem starfa í umhverfisnefnd fluttu pistil um það umhverfisstarf sem fram fer í skólanum. Þá sungu nemendur eitt lag í anda dagsins. Ragnhildur Jónsdóttir hjá UMÍS þakkaði nemendum fyrir gott starf og flutti nokkur umhverfisvæn hvattningarorð til nemenda. Ragnhildur afhenti síðan fyrir hönd Landverndar Árdísi Dögg Orradóttur kennara viðurkenningarskjal og umhverfisnefnd skólans Grænfánann. Að lokum var fáninn dreginn að húni.
Myndir: Björg Gunnarsdóttir


Share: