Gönguklúbburinn á fjöllum

ágúst 1, 2002
Gönguklúbburinn í Borgarnesi lagði á dögunum upp í göngu á hálendið og var ferðinni heitið á Fimmvörðuháls og yfir í Húsadal í Þórsmörk samtals um 29 km leið.
Gengið var í nokkrum sudda upp með Skógá meðfram þeim 23 glæsilegu fossum sem áin sú skartar. Gist var í fjallaskálanum á Fimmvörðuhálsi og daginn eftir gengið sem leið lá niður Heljarkamb og inn í Þórsmörkina. Í góðu veðri var svo farið í bráðskemmtilegar göngur út frá Húsadal hátt til fjalla enda nóg um frábærar gönguleiðir í Mörkinni.
Gönguklúbbur þessi hefur haldið saman í um áratug og gengið víða og undanfarin sumur auglýst gönguferðir á þriðjudagskvöldum.
Að þessu sinni tóku nítján manns þátt í gönguinni.
Þessi tegund útivistar gefur svo sannarlega mönnum mikið.
Bent er á göngukvöld UMSB sem góða byrjun á þessu góða sporti.
i.j.

Share: