Menntamálaráðuneytið lét IMG ráðgjöf nýverið gera úttekt á stjórnun og rekstri Viðskiptaháskólans á Bifröst en slík úttekt er gerð á þriggja ára fresti. Úttektin er unnin fyrir ráðuneytið til að kanna hvernig skólinn hefur á undanförnum 3 árum staðið við samning um fjárframlög og ráðstöfun þeirra fjármuna sem samningur við ráðuneytið tryggir skólanum. Óhætt er að segja að úttektin komi vel út fyrir skólann en fram kemur að í öllum meginatriðum hefur skólinn staðið við samninginn, en jafnframt að ráðuneytið hafi ekki staðið við bókun við samninginn um að gera sérstakan rannsóknarsamning við skólann.
Í úttekt IMG segir m.a.:
Stjórnin virðist vera metnaðarfull og virk í að sinna hlutverki sínu semlýsir sér m.a. í því að hún gerir miklar kröfur um upplýsingagjöf og hefur yfirsýn yfir starfsemi skólans. Fundargerðir framkvæmdastjórnar, sem fundar vikulega, eru sendar til stjórnarformanns og varaformanns. Rektor hittir jafnframt stjórnarformann reglulega milli funda… Starfsemi sérhverrar skipulagsheildar dregur mjög dám af þeim stjórnendum sem þar eru í forystu.
Eitt af meginhlutverkum stjórna og stjórnenda skólans, er að móta framtíðarsýnina og velja stefnu sem talin er best til þess fallinn að láta sýnina rætast. Lykilhlutverk stjórnenda er einnig að miðla til starfsmanna þeirri sýn og þeim áherslum sem mótaðar hafa verið til þess að byggja upp liðsheild og tryggja samræmi í vinnubrögðum og aðgerðum. Hjá Viðskiptaháskólanum á Bifröst virðast þessi atriði vera í góðum farvegi.
Stjórnin virðist vera metnaðarfull og virk í að sinna hlutverki sínu semlýsir sér m.a. í því að hún gerir miklar kröfur um upplýsingagjöf og hefur yfirsýn yfir starfsemi skólans. Fundargerðir framkvæmdastjórnar, sem fundar vikulega, eru sendar til stjórnarformanns og varaformanns. Rektor hittir jafnframt stjórnarformann reglulega milli funda… Starfsemi sérhverrar skipulagsheildar dregur mjög dám af þeim stjórnendum sem þar eru í forystu.
Eitt af meginhlutverkum stjórna og stjórnenda skólans, er að móta framtíðarsýnina og velja stefnu sem talin er best til þess fallinn að láta sýnina rætast. Lykilhlutverk stjórnenda er einnig að miðla til starfsmanna þeirri sýn og þeim áherslum sem mótaðar hafa verið til þess að byggja upp liðsheild og tryggja samræmi í vinnubrögðum og aðgerðum. Hjá Viðskiptaháskólanum á Bifröst virðast þessi atriði vera í góðum farvegi.