Góður gestur á bókasafninu

október 8, 2010
Gestir héraðsbókasafnsins eru á öllum aldri. Þetta sannaðist fyrir stuttu þegar þessi ungi gestur kom þangað með móður sinni. Litla stúlkan heitir Diljá Fannberg Þórsdóttir og á vafalaust eftir að vera dugleg að sækja safnið heim þegar hún verður eldri.
 
Þess má geta að heimsóknir á bókasafnið eru tæplega sex þúsund það sem af er þessu ári og er það nokkur aukning frá því í fyrra.
Safnið sinnir yngri kynslóðinni vel og sem dæmi má nefna að næst á dagskrá er ljóðasýning barna í 5. bekk grunnskólanna á starfssvæði Safnahúss og verður hún haldin í tengslum við Dag íslenskrar tungu í nóvember.
 
Myndina tók Guðrún Jónsdóttir.

Share: