Góðir gestir úr Hvalfirðinum

maí 19, 2009
Hópurinn fyrir utan Safnahús_sij
Það er mikið líf í Safnahúsi Borgarfjarðar þessa dagana og magir gestir sem leggja leið sína í húsið. Til að mynda komu félagar úr kór Saurbæjarprestakalls ásamt mökum á sýninguna Börn í 100 ár síðastliðinn laugardag. Að skoðun lokinni hélt hópurinn svo í Landnámssetur þar sem borðað var og farið á sýninguna Mr. Skallagrímsson.
Kór Saurbæjarprestakalls syngur við athafnir í þremur kirkjum í Hvalfjarðarsveit, Hallgrímskirkju í Saurbæ, Leirárkirkju og Innra- Hólmskirkju. Að auki heldur kórinn jafnan vortónleika og verða tónleikarnir í ár haldnir í Hallgrímskirkju í Saurbæ þann 30. maí næstkomandi. Stjórnandi kórsins og organisti við kirkjuna er Örn Magnússon.
Kórmeðlimir lýstu yfir ánægju sinni með sýninguna í Safnahúsi og töluðu margir um að koma aftur og skoða hana betur en það hljóta að vera góð meðmæli með sýningunni.
 
 
 

Share: