Góð gjöf til Grunnskólans í Borgarnesi

mars 26, 2014
Kristján Rafn Sigurðsson framkvæmdastjóri Eðalfisks kom færandi hendi í Grunnskólann í Borgarnesi og afhenti skólanum 8 stk. IPad að gjöf frá fyrirtækinu. Vélarnar munu nýtast vel í skólastarfinu og auka fjölbreytni í kennslu og úrvinnslu nemenda á hugmyndum sínum í náminu.
Rekstur Eðalfisks hefur gengið vel síðustu misseri og eigendur tóku ákvörðun um að láta skólann njóta góðs af. Skólinn færir Eðalfiski bestu þakkir fyrir þann hlýhug sem fyrirtækið sýnir skólanum með þessari gjöf.
Á myndinni má sjá Kristján Rafn ásamt tveimur dætra sinna, afhenda skólastjórnendum gjöfina.
 
 

Share: