Góð heimsókn sveitarstjóra í Landbúnaðarháskólann

maí 27, 2021
Featured image for “Góð heimsókn sveitarstjóra í Landbúnaðarháskólann”

Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar átti fund með Ragnheiði I. Þórarinsdóttur rektor Landbúnaðarháskólans og Áshildi Bragadóttur endurmenntunarstjóra 19. maí sl. í húsakynnum skólans á Hvanneyri.

Á fundinum voru rædd mögulegir samstarfsfletir milli Borgarbyggðar og Landbúnaðarháskólans.  Mörg sóknarfæri liggja í sveitarfélaginu sem felast m.a. í samstarfi milli Borgarbyggðar, Landbúnaðarháskólans, og annarra skólastofnanna á öllum skólastigum er snúa að nýsköpun, nýtingu tækni og rannsóknir í landbúnaði. Er þetta í samræmi við breytingar á nýsköpunar tillögur að landbúnaðar- og loftlagsstefnu stjórnvalda.

 


Share: