Hin árlega Gleðivika fór fram í leikskólanum Klettaborg í síðustu viku. Á hverjum degi var lögð áhersla á liti dagsins á ýmsan hátt og voru mismunandi verkefni sett upp fyrir hvert svæði.
Mánudagurinn var gulur rugldagur. Börnin mættu til dæmis í rugluðum fötum, höfðu öðruvísi matartíma og svo framvegis.
Þriðjudagurinn var rauður vinadagur. Þá var lögð áhersla á mikilvægi vináttu þar sem bangsinn Blær hjálpaði til.
Miðvikudagurinn var tileinkaður græna litnum. Það var einnig stafaþema þann dag og því lögð áhersla á bókstafina og Lubbalögin. Börnin fengu stafabrauð Lubba og stafasúpu í hádegismat.
Fimmtudagurinn var blár íþróttadagur. Börnin máttu koma í íþróttafötum í leikskólann.
Allir litirnir voru heiðraðir á föstudeginum. Auk þess var náttfatadagur, farið var í jóga og allir áttu notalega stund með Blæ í salnum.
Myndir úr Gleðivikunni má nálgast hér.