Gjaldskrá sundlauga 2017

desember 19, 2016
Featured image for “Gjaldskrá sundlauga 2017”

Í tengslum við afgreiðslu sveitarstjórnar á fjárhagsáætlun Borgarbyggðar fyrir árið 2017 voru samþykktar breytingar á gjaldskrá íþróttamiðstöðva sveitarfélagsins. Þær eru helstar sem hér segir:

  1. Verð á stökum miðum fullorðinna í sundlaugar sveitarfélagsins verður 900 kr. í stað 600 kr. áður. Það er gert til að mæta sívaxandi fjölda ferðafólks í sundlaugarnar. Þessi breyting er í samræmi við það sem víða hefur verið gert hjá öðrum sveitarfélögum við álíka aðstæður. Íbúum Borgarbyggðar er bent á að nýta sér þá möguleika sem felast í kaupum á afsláttarkortum.
  2. Frítt verður í sund fyrir börn sem eru 10 ára og yngri. Það á við um öll börn óháð búsetu. Þessi breyting er gerð í samræmi við umsókn Borgarbyggðar um að gerast heilsueflandi sveitarfélag. Markmið hennar á að vera hvatning fyrir foreldra til að fara í sund með börn sín.
  3. Að öðru leyti hækkar gjaldskrá íþróttamiðstöðva um 2,4% á árinu 2017.

 


Share: