Nú er unnið að undirbúningi geymslusvæðis fyrir gáma að Sólbakka 29. Áætlað er að girða svæðið af og laga undirlag, sjá teikningu af skipulagi lóðarinnar. Þeir aðilar sem þarna eiga einhverjar eignir eru beðnir að fjarlægja þær sem allra fyrst til að unnt sé að ráðast í ofangreindar framkvæmdir. Nánari upplýsingar gefur Ámundi Sigurðsson verkstjóri Áhaldahúss Borgarbyggðar.