Gervigrasvöllurinn tilbúinn !

október 22, 2004
Páll bæjarstjóri prófar völlinn!
Nú er sparkvöllurinn við grunnskólann loksins tilbúinn og hægt að fara að sparka bolta þar.
Mörkin eru komin í og ekkert því til fyrirstöðu að fara að prófa. Enn er verið að vinna við uppsetningu lýsingar og tengingu hita en það ætti að klárast á næstu vikum.
En veðrið er gott og ekkert því til fyrirstöðu að nota völlinn.
Allir sem nota völlinn þurfa að ganga vel um þetta frábæra mannvirki. Auk þess að vera skólamannvirki og sparkvöllur í frítímum barna þá fara fram á vellinum skipulegar æfingar knattspyrnudeildar sem létta verulega álag á íþróttasalnum í íþróttamiðstöðinni. Bannað er að nota völlinn eftir kl. 22.oo á kvöldin af tillitsemi við nágranna hans.
Völlurinn verður vígður formlega á næstunni.
Leikvellir endurbættir.
Einnig hefur leikvöllurinn í Bjargslandi verið endurbættur frá grunni í samstarfi við Sparisjóð Mýrarsýslu og einnig er verið að vinna á endurbótum á leikvelli við Þórólfsgötu í samstarfi við KB banka.
 
Allir út að leika…..
ij.
 

Share: