Geimskipið – áhugavert verkefni unnið í Grunnskólanum í Borgarnesi

maí 20, 2020
Featured image for “Geimskipið – áhugavert verkefni unnið í Grunnskólanum í Borgarnesi”

Verkefnið Geimskipið á rætur sínar að rekja til námskeiðs um sjálfbærni á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og byggir á því að nemendur vinna saman í hópum með það markmið að búa til stórt geimfar fyrir 100 manneskjur sem fara í fordæmalaus ferð um himingeiminn í 6.000 ár. Kveikjan að verkefninu kemur frá sænskum kennara, Wolfgang Brunner.

Nemendur í tíunda bekk hjá Hildi Hallkelsdóttur í Grunnskólanum í Borgarnesi fengu að spreyta sig á þessu verkefni fyrr í mánuðinum og útkoman var vægast sagt áhugaverð og hefur  vakið athygli í skólasamfélaginu á landinu.

Spurningarnar sem nemendur fengu voru eftirfarandi:

  • Hvernig ætlið þið að búa til fæðu?
  • Hvað verður um rusl og úrgang?
  • Hvernig á að sjá fyrir andrúmslofti? Hvernig haldið þið loftinu hreinu? Útskýrið nákvæmlega.
  • Hvernig á að sjá fyrir vatnsþörfum? Hvernig haldið þið vatninu hreinu? Útskýrið nákvæmlega.
  • Hvað gera þessir 100 manns?
  • Hvað gerist ef upp kemur ágreiningur, eða jafnvel stríð?
  • Hvernig eru húsin? Hvaðan kemur efnið í húsin?
  • Eru dýr? Plöntur? Hvar? Hvernig?
  • Hvaðan koma föt, húsgögn og diskar?
  • Hvað gerið þið ef það verður of margt fólk í skipinu?

Afrakstur verkefnisins má sjá hér fyrir neðan.

 

 


Share: