Garðaúrgangur

maí 23, 2014
Sumarið er komið og íbúar Borgarbyggðar keppast við að hreinsa umhverfið og snyrta garðana sína.Íbúar, fyrirtæki, starfsmenn kirkjugarða og aðrir eru beðnir um að henda ekki garðaúrgangi út fyrir lóð og láta liggja. Gámastöðin við Sólbakka tekur við garðaúrgangi og þar er opið alla daga nema sunnudaga frá kl. 14.00-18.00. Einnig er gaman og gagnlegt að jarðgera garðaúrganginn í eigin garði.
 
 

Share: