Ákveðið hefur verið að fara í tilraunaverkefni með íbúum sem felst í að lána íbúum garðáhöld, t.d. skóflur, garð- og heyhrífur, pilljárn og heyhrífur. Fyrirkomulagið er með þeim hætti að hægt er að nálgast og skila áhöldum hjá flokkstjóra Vinnuskólans við UMSB húsið við Skallagrímsgötu 7a í Borgarnesi þrisvar á dag, kl. 8:00, 12:00 og 15:45. Með þessu er verið að koma til móts við þá íbúa sem vilja leggja sitt af mörkum til að snyrta og fegra sitt nánasta umhverfi en eiga ekki öll tól og tæki sem til þarf.
Verkefnið verður reynt með þessum hætti í Borgarnesi í sumar og hugsanlega þróað frekar ef vel tekst til.