Gangstéttir – viðhald

maí 22, 2018
Featured image for “Gangstéttir – viðhald”

Það eru mikil verkefni framundan að lagfæra gangstéttir í Borgarnesi. Þær eru of víða orðnar illa farnar. Það eru engin ný sannindi. Það munar þó eilítið um hvern spöl sem er lagfærður. Í sambandi við lagningu Gagnaveitunnar á ljósleiðara um Borgarnes þá gefst stundum tækifæri til að lagfæra illa farnar gangstéttir í samvinnu við Gagnaveituna. Verið er endurgera gangstéttina sem liggur fram hjá Hostelinu neðarlega á Borgarbrautinni. Það er gert í kjölfar þess að það þurfti að grafa hana upp til að koma ljósleiðaranum fyrir. Hellurnar voru orðar meira og minna ónýtar. Því var tækifærið gripið og gangstéttin lagfærði í framhaldi af uppgreftrinum. Borgarbyggð leggur til hellurnar en Gagnaveitan leggur þær.


Share: