Galdralest Einars Mikaels

nóvember 1, 2013
Galdralest Einars Mikaels verður á fleygiferð um landið næstu daga og verður fyrsta sýning í Óðali í Borgarnesi laugardaginn 2. nóvember og hefst sýningin kl. 19,30.
Einar verður með fullt fangið af glænýjum atriðum ásamt sívinsælu dúfunum sem aðstoða hann í sýningunni.
Einar hefur áður farið svona ferð um landið þar sem allur ágóði af miðasölu rennur beint til Barnaspítala Hringsins.
Sýningin hefst kl. 19:30 og er miðaverð kr. 2.000 og er miðar eingöngu seldir við innganginn. Við lok sýningarinnar fá gestir plaköt með mynd af Einari og dúfunum með eiginhandaráritun Einars Mikaels.
Mætum öll á þessa mögnuðu sýningu og styrkjum um leið Barnaspítala Hringsins.
 

Share: