Ráðhús Borgarbyggðar tók þátt í fyrirmyndardeginum föstudaginn 24. nóvember sl. Vinnumálastofnun stendur að fyrirmyndardeginum en þá bjóða fyrirtæki og stofnanir atvinnuleitendum með skerta starfsgetu að fylgja starfsmanni eftir í sínu fyrirtæki eða stofnun í einn dag eða hluta úr degi. Með því fá atvinnuleitendur tækifæri á að kynna sér fjölbreytt starfsumhverfi og forsvarsmenn fyrirtækja fá að kynnast styrkleikum hvers þátttakanda.