Heilsueflandi samfélag Borgarbyggðar stendur fyrir fyrirlestraröð í maí og júní. Um er að ræða stafræna fyrirlestra og er sá fyrsti á morgun 18. maí kl. 18:00 á Teams.
Guðríður Þorgeirsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir ætla að fræða íbúa um svefn en hún hefur mikin áhuga á svefntengdum málum. Guðríður hefur lengi starfar á vökudeild Landspítalans.
Fyrirlesturinn Svefn – Lykill að vellíðan fer fram með stafrænum hætti líkt og áður segir og eru nánari upplýsingar og hlekkur að finna hér.