Fyrirkomulag um hreinsun rotþróa í Borgarbyggð

febrúar 12, 2008
Eftir útboð árið 2007 var samið við nýjan verktaka um losun rotþróa í sveitarfélaginu og gildir samningurinn til ársins 2012.
Samningurinn miðar við að hver rotþró sé tæmd tvisvar á samningstímabilinu og eiga að líða sem næst 3 ár á milli tæmingar á hverri rotþró. Innifalið í árgjaldi fyrir rotþróarhreinsun er því ein losun á þriggja ára fresti.
Þurfi húseigandi einhverra hluta vegna að fá auka losun rotþróar á tímabilinu, umfram þessi tvö skipti, greiðir húseigandi sérstaklega fyrir það skv. gjaldskrá sveitarfélagsins.
Þegar rotþró er tæmd er allt fast og fljótandi seyruefni fjarlægt úr öllum hólfum rotþróar. Efnunum er síðan dælt í gegnum skilju á dælubílnum, þar sem fastefnin eru skilin eftir, en vatni sem frá þessu ferli kemur er síðan dælt aftur ofaní rotþróna, til þess að virkni hennar sé tryggð áfram. Uppdælt efni úr rotþró er síðan flutt til urðunarstaðar í Fíflholti eða annars löglegs aðila.
 

Share: