Hvert stefnir, hvert skal halda?
Laugardaginn 8. október n.k. kl. 9,30 verður haldinn íbúafundur á Hótel Hamri um skipulagsmál í Borgarnesi.
Í upphafi fundar verður stutt kynning um skipulagsmál í Borgarnesi og síðan gefst fundarmönnum tækifæri til að setjast í vinnuhópa sem munu skila hugmyndum um framtíðarskipulag bæjarins.
Á fundinum verður lögð áhersla á fjóra meginþætti:
Framtíð Brákareyjar
Skipulag miðsvæðis bæjarins
Ný byggingasvæði
Vegtengingar við Borgarnes
Við hvetjum íbúa til að mæta, leggja orð í belg og taka þátt í hugmyndavinnu um framtíð Borgarness.
Allir velkomnir.