Foreldrar barna með ADHD/ADD
Fundur verður hjá Snillingaforeldrum
fimmtudaginn 29. janúar kl. 20.00 í fundarsal
Ráðhúss Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 Borgarnesi.
Drífa Björk Guðmundsdóttir, Dr. í sálfræði og ritari ADHD samtakanna verður með stutta fræðslu um þróun ADHD einkenna með áherslu á unglingsárin í byrjun fundar og síðan gefst tækifæri til spurninga og spjalls.
Snillingaforeldrar er félagsskapur foreldra barna með ADHD/ADD.
Markmið Snillingaforeldra er að foreldrar geti deilt reynslu sinni,
stutt hvert annað í uppeldishlutverkinu og jafnvel fengið og deilt áfram fræðslu um líðan og hegðun barna með ADHD/ADD og æskileg viðbrögð þeirra sem mest eru með börnunum s.s. foreldra og skólakerfis, íþrótta og tómstunda, kennara/þjálfara.
Allir áhugasamir velkomnir.