Fundartími nefnda hjá Borgarbyggð

ágúst 25, 2010
Fastanefndir Borgarbyggðar sem hafa reglulega fundartíma hafa nú ákveðið hvenær fundir þeirra fara fram.
Byggðarráð
Byggðarráð fundar á fimmtudögum kl. 8.00 í ráðhúsi Borgarbyggðar. Formaður byggðarráðs er Björn Bjarki Þorsteinsson.
Borgarfjarðarstofa
Borgarfjarðarstofa fundar fyrsta fimmtudag í hverjum mánuði kl. 16.30. Formaður Borgarfjarðarstofu er Jónína Erna Arnardóttir.
Velferðanefnd
Velferðanefnd fundar annan mánudag í hverjum mánuði kl. 15.00. Formaður velferðanefndar er Friðrik Aspelund.
Tómstundanefnd
Tómstundanefnd fundar fyrsta mánudag í hverjum mánuði kl. 16.00. Formaður tómstundanefndar er Eiríkur Jónsson.
Fræðslunefnd
Fræðslunefnd fundar fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði kl. 10.00. Formaður fræðslunefndar er Björn Bjarki Þorsteinsson.
Landbúnaðarnefnd
Landbúnaðarnefnd mun funda fjórum sinnum á ári en hefur ekki ákveðinn fundartíma. Formaður landbúnaðarnefndar er Ingibjörg Daníelsdóttir. Næsti fundur nefndarinnar verður í nóvember.
Umhverfis- og skipulagsnefnd
Umhverfis- og skipulagsnefnd fundar annan mánudag í hverjum mánuði kl. 8.30. Formaður umhverfis- og skipulagsnefndar er Ragnar Frank Kristjánsson.
Sveitarstjórn
Sveitarstjórnarfundir eru einu sinni í mánuði, annan fimmtudag kl. 16.00. Forseti sveitarstjórnar er Ragnar Frank Kristjánsson
 
Aðrar nefndir hafa óreglulegan fundartíma sem sem oft ræðst af árstíðarbundnu hlutverki þeirra eða sérverkefnum. Fundir allra nefnda, byggðarráðs og sveitarstjórnar fara alla jafna fram í Ráðhúsi Borgarbyggðar.
 
 

Share: