Um 65 ungmenni frá Borgargbyggð fóru á Samvest söngkeppnina sl. janúar sem fór fram að þessu sinni á Akranesi.
Samvest er forkeppni félagsmiðstöðva á Vesturlandi fyrir Söngvakeppni Samfés sem fer fram laugardaginn 24. mars í Laugardagshöllinni í Reykjavík. Keppnin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV fyrir áhugasama.
Félagsmiðstöðin Óðal sendi tvö atriði í keppnina, það voru þær Signý María Völundardóttur, Edda María Jónsdóttir og Díana Dóra Bergmann Baldursdóttir. Tvö atriði voru valin áfram af dómnefnd og mun Díana Dóra vera fulltrúi Vesturlands á Söngvakeppni Samfés ásamt Ninju Sigmundsdóttur frá Akranesi.
Borgarbyggð óskar Díönu Dóru til hamingju með þennan frábæra árangur og hvetur alla íbúa til þess að fylgjast með henni á stóra sviðinu í mars.