Frjálsíþróttabúðir UMSB

júlí 6, 2010
Frjálsíþróttabúðir Ungmennasambands Borgarfjarðar verða á Skallagrímsvelli dagana 10.-11. júlí næstkomandi. Æfingarnar eru ætlaðar krökkum á unglingalandsmótsaldri, 11 til 18 ára. Á laugardaginn verða tvær æfingar, sú fyrri klukkan 10.00 – 11.30 og seinni æfingin klukkan 14.00 – 15.30.
Á sunnudaginn verður mót klukkan 14.00 – 16.00 og þá geta krakkarnir keppt í því sem þau vilja.
Þjálfarar er þær Unnur og Rakel. Einnig er minnt á samæfingar UMSB sem eru á Þriðjudögum og fimmtudögum og hefjast klukkan 20.00.
 
 

Share: