Frístundaleiðbeinandi í Óðali

janúar 4, 2018
Featured image for “Frístundaleiðbeinandi í Óðali”

Félagsmiðstöðin Óðal  Óskað er eftir frístundaleiðbeinanda í félagsmiðstöðina Óðal í Borgarnesi. Markhópur félagsmiðstöðva eru unglingar á aldrinum 13-16 ára. Í boði er hlutastarf þar sem unnið er á miðvikudögum og fimmtudögum frá 19:00-22:00. Helstu verkefni og ábyrgð Leiðbeina unglingum í leik og starfi. Umsjón og undirbúningur á faglegu félagsmiðstöðvastarfi í samvinnu við tómstundafulltrúa. Samráð og samvinna við unglinga og starfsfólk skóla. Samskipti við foreldra/forráðamenn. Hæfniskröfur Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Áhugi á að vinna með börnum og unglingum. Frumkvæði  og sjálfstæði. Færni í mannlegum samskiptum. Frekari upplýsingar um starfið Launakjör í eru samkvæmt kjarasamningi Kjalar og Launanefndar sveitafélaga. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst Nánari upplýsingar um störfin veitir Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, tómstundafulltrúi í síma 869-8646 eða á netfanginu siggadora@umsb.is Umsóknarfrestur er til 12. janúar 2018.


Share: