Friðlýst svæði og náttúruminjar í Borgarbyggð

júní 25, 2008
Á heimasíðu Borgarbyggðar er nú komin skrá yfir friðlýst svæði og skráðar náttúruminjar í Borgarbyggð. Við þessa skrá verður síðan bætt staðarlýsingum. Svæðalandvörður á vegum Umhverfisstofnunar, Ásta Kristín Davíðsdóttir, starfar á fimm þessara svæða í sumar. Þau eru Eldborg, Grábrók, Hraunfossar, Húsafellsskógur og Geitland. Um tilraunaverkefni er að ræða. Óhætt er að segja að það hefur farið vel af stað og gefur væntingar um að framhald verði á. Umsjón með fólkvangnum Einkunnum hefur sérskipuð þriggja manna umsjónarnefnd á vegum Borgarbyggðar. Öll þessi svæði lúta ákveðnum umgengnisreglum sem fólki er bent á að kynna sér.
Viðhald og uppbyggingstendur yfir á nokkrum þessara friðlýstu svæða á vegum Borgarbyggðar í sumar m.a. með styrk frá Ferðamálastofu. Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur auk þess lagt sérstaka áherslu á að sveitarfélagið komi að einhverju leiti að rekstri fjölsóttra ferðamannastaða í sveitarfélaginu eftir ákveðnum reglum og sérstökum samningum þar að lútandi.
 
Mynd úr Geitlandi: Björg Gunnarsdóttir

Share: