Alþjóðlega friðarhlaupið fer fram hér á Íslandi þessa dagana.Það eru um 25 sjálfboðaliðar frá 15 löndum sem taka þátt í friðarhlaupinu en hér landi hófst hlaupið í Reykjavík 01. júlí og var fyrst hlaupið um Suðurland og síðan Austurland og þaðan áfram hringinn um landið.
Þriðjudaginn 14. júlí fer hlaupið í gegnum Borgarbyggð. Ætlun hlauparanna er að stoppa svolitla stund í Skallagrímsgarði í Borgarnesi og er áætlað að vera þar um kl. 13,oo.
Allir krakkar eru sérstaklega hvattir til að koma í Skallagrímsgarð og hitta hlauparana en allar nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á síðunni www.worldharmonyrun.org